Fara í innihald

„St. Gallen“: Munur á milli breytinga

3 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
m
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 38:
=== Upphaf ===
[[Mynd:Pfärrenbach Wandmalerei Hl Gallus retouched.jpg|thumb|Heilagur Gallus]]
Upphaf borgarinnar má rekja til heilags Gallusar, en hann var írskur kristniboði og hafði verið lærisveinn [[Heilagur Columban|heilags Columban]] á [[Írland]]i. Gallus kom til héraðsins sunnan við Bodenvatn í upphafi 7. aldar til að kristna [[Germanir|germani]]. Þjóðsagan segir að hann hafi dottið í þyrnirunna og tekið það sem merki æðri máttarvalda að hér ætti hann að staðnæmast og setjast að. Önnur saga segir að hann hafi mætt skógarbirni sem ógnaði honum. En Gallus hafi setið við varðeld og notið skjóls af honum. Hann gaf birninum brauð og skipaði honum að hverfa á braut. Eftir það hafi björninn farið burt og sást aldrei til hans aftur. Árið [[612]] stofnaði Gallus einsetuheimili þar sem þessir atburðir áttu sér stað. Á þessum tíma var lítil byggð þar í grennd, enda allt skógi vaxið. En hann og nokkrir lærisveinar hafi ferðast um og kristnað germanska íbúa héraðsins. Gallus læknaði veikt fólk, þar á meðal dóttur hertogans af Sváfalandi. Gallus lést árið [[640]] að talið er (aðrir telja það hafi verið [[620]]) og varð einsetuheimilið autt og yfirgefið. Greftrunarstaður hans varð að pílagrímsstað og sóttsóttur heim af kristnu fólki. Árið [[719]] stofnaði germanski presturinn Otmar klaustur yfir gröf Gallusar og kallaði það St. Gallen (heilagur Gallus) honum til heiðurs. Hann sjálfur varð fyrsti ábótinn. Skömmu síðar var [[Benediktsregla]]n tekin upp í klaustrinu og hélst það svo allt til endalokendaloka klaustursins árið [[1805]]. Klaustrið liggur á Jakobsleiðinni til [[Santiago de Compostela]] á [[Spánn|Spáni]]. Margir lærðir munkar og listamenn, sem flúðu að heiman sökum árása [[Víkingar|víkinga]] í strandhéruðum [[Evrópa|Vestur-Evrópu]] leituðu ásjár í klaustrinu.
 
=== Ríkisborgin ===
13.005

breytingar