Húmanismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Húmanismi er afstaða í námi, heimspeki eða heimsmynd þar sem höfuðáhersla er lögð á manninn. Hugtakið húmanismi er torrætt og hefur verið notað í margvíslegum skilningi, það er þó algengast að það sé notað í eftirfarandi skilningi:


(1) fornmenntastefnu tengda Ítölsku endurreisninni (sjá Húmanismi endurreisnarinnar), sem lagði áherslu á grískar og rómverskar bókmenntir, mælskulist og heimspeki sem góða uppeldis- og kennslustefnu (sjá Humanitas). Þessi skilningur á húmanisma er ekki í mótstöðu við skipulögð trúarbrögð. Ennfremur er í nútímalegum skilningi átt við menningartengda sögulega starfsemi í víðari skilningi (en einvörðungu gríska og rómverska menningu) með húmanisma.


Í öðrum skilningi (2) er átt við veraldlega hugmyndafræði í anda Upplýsingarinnar sem leggur áherslu á skynsemi, siðfræði og réttlæti og hafnar yfirnáttúrulegu eða trúarlegu dogma sem grunninn að góðu siðferði. Þessi seinni skilningur hefur leitt af sér því sem kalla má veraldlegan húmanisma.[1] Þennan veraldlega skilning má rekja til frumgyðistrúar og hreyfingun mótsnúnum kirkjunni í kjölfar Upplýsingarinnar og ýmsar hreyfingar á 19. öld s.s. pósitívisma sem byggðu á vísindum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „What Is Humanism? eftir Fred Edwords“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. janúar 2010. Sótt 26. júlí 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]