Fara í innihald

Kæna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kæna af gerðinni Laser Radial á siglingu.

Kæna eða julla er lítil, opin seglskúta með eitt mastur og lausan kjöl án kjölfestu. Til eru gríðarlega margar gerðir af kænum, allt frá stórum trapisubátum niður í litla toppera. Áður fyrr var algengt að nota kænur sem skipsbáta. Kænusiglingar eru vinsæl afþreying og íþrótt um allan heim.

Orðið „kæna“ er haft um allavega og óskilgreinda smábáta eða smáfleytur með segli eða án. Gaflkæna: er t.d. lítill (segl)bátur með gafli fyrir aftan skut. Kæna er einnig haft um austurtrog, sem notað er til að ausa vatni úr bátum (og jafnvel brunnum); einnig nefnt austurkæna. Í dag er algengasta merking orðsins opinn seglbátur með lausan kjöl án kjölfestu, andstætt við kjölbáta sem eru oftast seglbátar með bæði káetu og kjölfestu.

Bátshlutar á kænu

[breyta | breyta frumkóða]
Skýringarmynd af kænu
Skýringarmynd af kænu

Hér er listi yfir algeng hugtök sem notuð eru yfir bátshluta kænu (númerin vísa til skýringarmyndarinnar):

Stjórnborði/bakborði, kulborði/hléborði, skutur, stefni, skrokkur (4), kjölur (5), fellikjölur, kjalarrauf, stýri, stýrisblað (6), stýrisframlenging, mastur (8), bóma (12), stórsegl (1), framsegl (2), belgsegl (3), bómustrekkjari (17), niðurhal, úthal, upphal, stórskaut (11), skaut, táband, festinál, klemma, hliðarstög (10), framstag (16), afturfaldur, framfaldur, segltoppur, sprek, fótur, kló, háls, auga, kjaftakellingar, vindvísir, veifa


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.