Vindhani

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vindhani.

Vindhani (einnig nefndur veðurviti eða vindör) er tæki sem sýnir vindátt. Nafn sitt dregur það af því að áður fyrr var slíkur útbúnaður oft mynd af hana sem snerist á ás eftir vindi og hafður á þaki húsa eða stöng. Undir hananum sem snýst er oft fastur kross sem vísar á höfuðáttirnar fjórar.

Á seglbátum eru vindhanar eru oft litlar örvar úr léttum málmi eða plasti sem eru fest á mjóan pinna sem kemur upp úr mastrinu. Í stað kross sem sýnir höfuðáttirnar eru tveir pinnar sem mynda V og snúa aftur. Þeir eiga að sýna hámarksbeitingu seglanna upp í vindinn.

Óformleg merking orðsins vindhani er einhver sem er óstöðugur eða hverflyndur í framkomu og hátterni.