Þorsti (kvikmynd)
Þorsti er íslensk kvikmynd frá árinu 2019 sem Gaukur Úlfarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson leikstýrðu. Björn Leó Brynjarsson skrifaði handritið [1]. Leikarar eru meðlimir í Leikhópnum X sem hefur verið að setja inn sketsa á YouTube síðu sína.
Kvikmyndin Þorsti gerist í litlum bæ, ekki ólíkum Reykjavík þar sem óöld liggur í loftinu og undarlegir glæpir og hrottaskapur virðast vera daglegt brauð. Myndin Fjallar um Huldu sem er grunuð um að hafa orðið valdur að andláti bróður síns og er því til rannsóknar hjá Jens rannsóknarlögreglu. Móðir Huldu, sem skolar niður pillum með bláum Smirnoff á morgnana trúir því einnig að hún hafi orðið bróður sínum að bana. Eftir að hafa verið sleppt úr varðhaldi vegna ónógra sannana hefur hún í engin hús að venda og þvælist um þar til hún rekst á Hjört, mörg þúsund ára gamla, einmanna og samkynhneigða vampíru sem hjálpar henni að vekja Steinda bróður hennar til lífs aftur með hræðilegum afleiðingum á sama tíma og þau þurfa að verjast ágangi Esterar og Birgittu og sértrúarsöfnuði þeirra, sem virðist elta þau á röndum. [2]
Leikendur
[breyta | breyta frumkóða]Aðalhlutverk
- Hjörtur Sævar Steinason leikur Hjört, einmana samkynhneigða vampíru.
- Hulda Lind Kristinsdóttir leikur Huldu, dópista sem býr á götunni.
- Jens Jensson leikur Jens, rannsóknarlögreglumann.
- Ester Sveinbjarnardóttir leikur Ester, leiðtoga sértrúarsöfnuðs.
- Birgitta Sigursteinsdóttir leikur Birgittu, dóttir Jens og Ester.
- Birna Halldórstóttir leikur Birnu, pillufíkil.
Undirbúningur
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndin var framleidd í kjölfarið af þáttunum Góðir Landsmenn sem sýndir voru á Stöð 2, 19. september 2019 til 24. október 2019. Þar má sjá undirbúningsferli myndarinnar.
Hönnun
Kitty von-Sometime hannaði settið. María Guðjohnsen hannaði búningana.[3]
Eftirvinnsla
[breyta | breyta frumkóða]Klipping
Ágúst Bent sá um klippingu myndarinnar. [4]
Tónlist
Davíð Berndsen gerði tónlistina fyrir kvikmyndina og hlaut myndin tilnefningu til Eddunnar 2020 fyrir Tónlist Ársins.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þorsti, sótt 11. mars 2020
- ↑ Þorsti, sótt 11. mars 2020
- ↑ Thirst (2019) - IMDb, sótt 11. mars 2020
- ↑ Thirst (2019) - IMDb, sótt 11. mars 2020