León

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gotneska dómkirkjan í León.

León er borg í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilíu og León á Spáni. Borgin er höfuðstaður León-héraðs. Íbúar eru um 130 þúsund en rúm 190 þúsund á borgarsvæðinu.[1] Borgin var stofnuð sem rómverskt virki um 29 f.Kr. en blómstraði sem höfuðborg Konungsríkisins León árið 910. Það varð hluti af Konungsríkinu Kastilíu árið 1301 og hnignaði eftir það. León er einn af áfangastöðunum á Jakobsveginum.

Lega og lýsing[breyta | breyta frumkóða]

León er í norðvesturhluta Spánar. Hún stendur við ármót Bernesga og Torío anna og er í um 837 m hæð yfir sjávarmáli. Madrid er í um 300 km til suðurs.

Byggingar og kennileiti[breyta | breyta frumkóða]

  • Gotneska dómkirkjan er þekktasta kennileitið í León.
  • Museo de Arte Contemporáneo de Castilla y León (skst. MUSAC) er nýlistasafn.
  • Real Colegiata Basílica de San Isidoro eða einfaldlega San Isidoro, er kirkja í rómönskum stíl. Í kirkjunni er hin konunglegu grafhvelfing (Panteón Real), þar sem margir konungar Konungríkisins León hvíla.
  • Casa Botines (Botines Húsið) er bygging teiknuð af Antoni Gaudí og byggð á árunum 1891 og 1892.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Borgarsvæðir Spánar 2021 Geymt 7 febrúar 2022 í Wayback Machine. Ministerio de Transportes, Movilidad y Agenda Urbana. Skoðað 7. febrúar 2022.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.