Hrannar Björn Arnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hrannar Björn Arnarsson (f. 16. september 1967) er íslenskur stjórnmálamaður og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Hrannar var kosinn borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans 1998 og sat í borgarstjórn til 2002. Hann varð aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2007, þegar hún var félagsmálaráðherra, og fluttist með henni í forsætisráðuneytið eftir kosningar 2009.[1]

Hrannar var ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks jafnaðarmanna í Norðurlandaráði árið 2014.[2]

Eiginkona Hrannars er Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi í Reykjavík.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]