Hrannar Björn Arnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrannar Björn Arnarsson (f. 16. september 1967) er fyrrverandi Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Eiginkona Hrannars er Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi í Reykjavík og eiga þau 4 börn. Hrannar Björn er sonur Kristínar Á. Ólafsdóttur stjórnmálakonu og söngkonu. Hrannar Björn er með MBA próf frá Háskóla Íslands.

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

Hrannar Björn var formaður Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1985, kosningastjóri Þjóðvaka 1995 og tók þátt í að stofna Grósku 1997, samtaka ungs félagshyggjufólks sem vildi sameina vinstrimenn, og sat í fyrstu stjórn hennar. Hrannar Björn var einn af frumkvöðlum Reykjavíkurlistans og stóð meðal annars ásamt fleirum að gerð skoðanakönnunar sem sýndi að sameinuð gætu félagshyggjuflokkar náð meirihluta. Hrannar Björn var kjörinn borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans 1999-2002, sat í borgarráði og var formaður Umhverfis og heilbrigðisnefndar. Hann hefur einnig verið formaður og fulltrúi í ýmsum nefndum og stjórnum meðal annars formaður innflytjendaráðs (2007- 2010) og formaður stjórnar Vinnumálastofnunar ( 2007-2008). Hrannar Björn er varaformaður Þjóðvaka sem sameinaðist Samfylkingunni og er nú eitt aðildarfélaga hennar. Hann varð aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2007, þegar hún var félagsmálaráðherra, og fluttist með henni í forsætisráðuneytið eftir kosningar 2009.[1] Hrannar Björn var ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks jafnaðarmanna í Norðurlandaráði árið 2014.[2] og starfaði þar til 2018.

Menntun og störf[breyta | breyta frumkóða]

Hrannar tók stúdentspróf frá MH 1988, nam hagnýta fjölmiðlun í Svíþjóð, viðskipti og rekstur við Endurmenntun HÍ og lauk MBA-námi 2008 við HÍ.

Hrannar stundaði ýmis sölustörf þar til hann varð sölustjóri Þjóðlífs ehf. 1988-1989 og eigin atvinnurekstur frá 1989-1999. Hann var markaðsstjóri Eddu útgáfu hf. 2002-2005, sölustjóri lausasölu og áskrifta hjá 365 miðlum og síðan forstöðumaður sölu hjá Mamma ehf. 2005-2006. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, 2007-2008 og fylgdi henni sem aðstoðarmaður þegar hún tók við sem forsætisráðherra 2009- 2013. Þá fór Hrannar Björn til þingflokks jafnaðarmanna í norðurlandaráði en starfar nú sem framkvæmdastjóri ADHD samtakanna Hann er í stjórn Almannaheilla og ADHD europe

Hrannar er formaður Norræna félagsins á íslandi Geymt 11 apríl 2021 í Wayback Machine frá 2019 en var áður formaður Norræna félagsina í Reykjavík. Hann hefur sinnt margvíslegum félagsstörfum, var forseti nemendafélags Menntaskólans í Hamrahlíð, fyrsti formaður félags framhaldsskólanema og formaður Útrásar, útvarpsfélags framhaldsskólanema. Hrannar hefur starfað innan skákhreyfingarinnar meðal annars sem forseti Skáksambands íslands .

Hrannar er kjörræðismaður Georgíu á íslandi frá 2020.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]