Fara í innihald

Gamla ríkið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Gamla ríkið er tímabil í sögu Egyptalands á 3. árþúsundinu f.Kr. eða frá þriðju til sjöttu konungsættarinnar sem áætlað er að hafi náð frá 2686 f.Kr. til 2134 f.Kr. Sumir Egyptalandsfræðingar telja sjöundu og áttundu konungsættirnar með Gamla ríkinu þar sem stjórnsýslumiðstöð ríkisins var áfram í Memfis á þeim tíma. Gamla ríkið var fyrsta tímabilið þar sem siðmenning í Nílardal náði hápunkti samfara pólitískum stöðugleika og samfelldri stjórn. Í kjölfar Gamla ríkisins kom fyrsta millitímabilið þar sem var stjórnarfarsleg upplausn samfara menningarlegri hnignun.

Höfuðborg ríkisins var Memfis sem Djoser gerði að höfuðborg sinni. Þekktustu menjarnar um Gamla ríkið eru pýramídarnir sem reistir voru sem grafhýsi konunga og miðstöðvar trúarathafna. Gamla ríkið er stundum kallað „Pýramídatímabilið“.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.