Fara í innihald

Memfis (Egyptalandi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá Memfis

Memfis (úr grísku: Μέμφις; fornegypska: inb hD „hvítur veggur“) var höfuðborg Gamla ríkisins í Egyptalandi hinu forna frá um 2700 f.Kr. til um 2200 f.Kr. Á tíma Miðríkisins var hún höfuðstaður 1. umdæmis Neðra Egyptalands. Borgarrústirnar eru um 20km sunnan við núverandi höfuðborg Egyptalands, Kaíró.

Gríska nafnið Memfis (Μέμφις) er dregið af heiti pýramída Pepis 1. Menefer (mn nfr) sem farið var að nota um borgina frá átjándu konungsættinni.

Höfuðguð borgarinnar var Ptah og sagnkonungurinn Menes var sagður hafa reist hof þar honum til heiðurs. Egypski sagnaritarinn Maneþon notaði heitið ḥw.t-k3-Ptḥ („hús lífsanda (ka) Ptah“) yfir borgina sem á grísku varð Aί γυ πτoς (Ai-gy-ptos), en þaðan er heiti Egyptalands fengið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.