Steinkudys
Útlit
Steinkudys var dys á Skólavörðuholti í Reykjavík, þar sem morðinginn Steinunn Sveinsdóttir var dysjuð eftir að hún lést í fangelsi á Arnarhóli 31. ágúst 1805. Hún var ásamt Bjarna Bjarnasyni sek um morðin á Sjöundá. Ummerki um Steinkudys sáust allt fram á 20. öld. Þegar grjótnám hófst á holtinu vegna framkvæmda við Reykjavíkurhöfn fannst trékista með illa fúnum beinum. Þau voru tekin upp og grafin í vígðri mold í Hólavallagarði en grjótið úr dysinni væntanlega flutt í hafnargarðana.