Samtök um betri byggð
Samtök um betri byggð eru þverpólitískur þrýstihópur sem lætur sig málefni skipulags höfuðborgarsvæðisins varða. Samtökin voru stofnuð þann 14. febrúar árið 1999[1] og voru enn virk árið 2020[2]. Helsta baráttumál samtakanna hefur verið brottflutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni. Einnig voru samtökin atkvæðamikil í baráttu gegn flutningi Hringbrautar sem þau töldu varasama aðgerð. Samtökin styðja lagningu Borgarlínu og leggja áhersu á núllsýn í vegamálum[2].
Megin boðskapur Samtaka um betri byggð er sá að höfuðborgarsvæðið sé of dreifð byggð til að þar þrífist mannvænlegt og hagkvæmt samfélag. Lausnin á þeim vanda felst að mati samtakanna meðal annars í að landið undir Reykjavíkurflugvelli verði tekið undir þétta borgarbyggð sem vaxi í nálægð og samhljómi við miðborgina.
Helsti talsmaður samtakanna var Örn Sigurðsson arkitekt.
- ↑ „Stofnun Samtaka um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu“. www.mbl.is. Sótt 12. mars 2020.
- ↑ 2,0 2,1 Samtök um betri byggð. „Þingsályktunartilögur um samgönguáætlun 2020-2024-2034 / Umsögn Samtaka um betri byggð (BB) / Samantekt“ (PDF). Alþingi Íslands. Sótt 03 2020.