Fara í innihald

Innipúkinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Innipúkinn er tónleikahátíð í Reykjavík í byrjun ágúst. Hún var fyrst haldin um verslunarmannahelgi árið 2001 í Viðey. Hátíðin var stofnuð af Grími Atlasyni, Dr. Gunna og fleiri sem svar við þeim fjölda útihátíða sem almennt eru haldnar þessa helgi. Það sem gerir hátíðina sérstaka er að hún er ekki haldin í hagnaðarskyni eins og margar aðrar stórhátíðir heldur sinna stjórnendur henni í frítíma sínum.[1]

Hátíðin féll niður vegna covid árin 2020[2] og 2021[3].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Innipúkinn til höfuðs fyllirísútihátíðum“. DV. 29. júlí 2017. Sótt 6. janúar 2022.
  2. „Skráðu þig inn á Facebook“. Facebook. Sótt 6. janúar 2022.
  3. Tix.is. „Innipúkinn 2021“. Tix.is. Sótt 6. janúar 2022.