Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis
SPRON | |
Rekstrarform | Almenningshlutafélag |
---|---|
Stofnað | 5. mars 1932 |
Staðsetning | Reykjavík, Ísland |
Lykilpersónur | Guðmundur Hauksson, forstjóri |
Starfsemi | Bankastarfsemi |
Hagnaður e. skatta | 3,287 milljónir kr. (2007)[1] |
Eiginfjárhlutfall | 13,4% (2007)[1] |
Starfsfólk | 280 (ásamt dótturfélögum) |
Vefsíða | www.spron.is |
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis oftast stytt í skammstöfunina SPRON (enska: Reykjavik Savings Bank) var íslenskur banki. Hann rak níu útibú, öll á höfuðborgarsvæðinu.
Á fyrsta ársfjórðungi 2008 tapaði SPRON 8,8 milljörðum kr. eftir skatta.[2] Þetta var tilkynnt eftir að hlutabréfaverð, m.a. í Exista, fyrirtæki sem er í krosseignarhaldi hjá SPRON, höfðu fallið frá áramótum. Þá hófust umræður við Kaupþing banka um hugsanlega sameiningu.[3] Talið var að krosseignarhaldið á Exista gæti flækt fyrir sameiningunni.[4] SPRON var að endingu þjóðnýttur árið 2009 vegna efnahagskreppunnar á Íslandi. Flestar eignir SPRON voru færðar yfir á Nýja Kaupþing banka.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Sparisjóðurinn var upphaflega stofnaður þann 5. mars árið 1932, starfsemi bankans hófst 28. apríl sama ár. Á fyrsta starfsdeginum voru 70 sparisjóðsbækur gefnar út.[5] Sparisjóðurinn var til húsa hjá frú Þóru Magnússon við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur.[6] Í frétt Morgunblaðsins þann 1. maí (Verkalýðsdeginum) var sagt um sparisjóðinn:
- „Sparisjóðsstofnun þessi mun hafa vakið marga til umhugsunar um það, hve hjákátlega lítið því hefir verið sint á undanförnum árum, að örfa almenning til að safna fje í sparisjóði. Við allan atvinnurekstur landsmanna vantar reksturfje. En þeir menn, sem veita þjóðinni ódýrasta rekstursfjeð, með því að leggja í sparisjóð, eru ofsóttir á allar lundir. Löggjafarvaldið leggur sig í framkróka, til þess að ná sem mestu í skatta af sparifjáreigendum, í stað þess, ef forsjá rjeði í þessu land. þá ættu sparifjáreigendur, sem leggja fje sitt á borð með sjer í búskap þjóðarinnar, að eiga vísa vernd og aðhlynning stjórnarvaldanna.“[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Ársskýrsla SPRON 2007“ (pdf).
- ↑ „Afkoma SPRON hf. á fyrsta ársfjórðungi 2008“. 30. apríl 2008.
- ↑ „Kaupþing og SPRON hefja sameiningarviðræður“. 30. apríl 2008.
- ↑ „Sameining SPRON og Kaupþings rædd“. RÚV. 2. maí 2008.
- ↑ „Dagbók Morgunblaðsins“. Morgunblaðið. 3. maí 1932.
- ↑ 6,0 6,1 „Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis“. Morgunblaðið. 1. maí 1932.