Hlíðarhús
Útlit
Hlíðarhús voru smábýli í Reykjavík og stóðu nálægt Vesturgötu samtímans, sem áður dró nafn sitt af þeim og hét Hlíðarhúsastígur.
Enn (2020) stendur gamalt hús, sem er merkt: Hlíðarhús við austurenda Nýlendugötu austan við Ægisgötu.
Sighvatur Bjarnason, fyrsti bankastjóri Íslandsbanka og bæjarfulltrúi í Reykjavík ólst upp í Hlíðarhúsum.