Jazzhátíð Reykjavíkur
Útlit
Jazzhátíð Reykjavíkur hefur verið haldin á hverju ári frá því árið 1990 (fyrst hét hún Norrænir útvarpsdjassdagar[1]). Hátíðin er ein elsta tónlistarhátíð landsins en haldið var upp á 30 ára afmæli hátíðarinnar árið 2020 í skugga covid. Hátíðin er stærsti viðburður fyrir jazztónlist á Íslandi og margir innlendir tónlistarmenn koma þar fram. Markmið hátíðarinnar er að kynna jazztónlist og bjóða fólki að heyra í góðu umhverfi bestu jazztónlistina sem verið er að semja bæði á Íslandi og erlendis.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Upplýsingar um stærstu djasshátíð Íslands: Reykjavík Jazz“. jazz.is (bandarísk enska). Sótt 6. janúar 2022.
- ↑ „Um hátíðina“. Reykjavík Jazz. Sótt 6. janúar 2022.