Fjölbrautaskóli Suðurlands
Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) er íslenskur fjölbrautaskóli staðsettur á Selfossi. Hann var stofnaður árið 1981 og á rætur sínar að rekja til Iðnskólans á Selfossi, framhaldsdeildanna við Gagnfræðaskólann á Hvolsvelli, Selfossi, Skógum og í Hveragerði og til öldungadeildarinnar í Hveragerði. Núverandi skólameistari er Olga Lísa Garðarsdóttir.
Kennsluhúsnæði
[breyta | breyta frumkóða]Kennsluhúsnæði skólans eru þrjú; Oddi, Hamar og Iða. Oddi er bóknámshús skólans og var tekinn í notkun 1987. Seinni hluti byggingarinnar var tekinn í notkun 1994. Hamar var tekið í notkun 1974 og hafði verið notað við Iðnskólann á Selfossi. Í Hamri eru kenndar húsasmíði, málmsmíði, raf- og bilvélavirkjanagrunnar. Iða er íþróttahús skólans og einnig eru nokkrar kennslustofur í henni. Iða var tekin í notkun haustið 2004 og var þá hætt að kenna íþróttir á framhaldsskólastigi í íþróttahúsi Árborgar við Sólvelli.
Skólinn var með nemendagarða við Eyrarveg sem hétu Fosstún en þeir voru teknir úr notkun 2016.
Körfubolta-akademía
[breyta | breyta frumkóða]Haustið 2005 var sett á laggirnar körfuboltaakademía við skólann og keppir lið skólans í þremur aldursflokkum undir merkjum FSu.
Fótbolta-akademía
[breyta | breyta frumkóða]Haustið 2006 var sett á laggirnar fótboltaakademía.
Handbolta-akademía
[breyta | breyta frumkóða]Sömu önn og fótboltaakademáin var stofnuð, eða haustið 2006, þá var sett á laggirnar handboltaakademía.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]
Fyrri: Enginn |
|
Næsti: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti |