Fara í innihald

Fjölbrautaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölbrautaskóli er framhaldsskóli sem býður upp á fleiri námsleiðir en hefðbundinn menntaskóli. Þar er yfirleitt hægt að taka bæði stúdentspróf og sveinspróf.

Saga fjölbrautaskólanna hófst á áttunda áratug tuttugustu aldar, þegar sett voru lög á Alþingi um heimild til stofnunar fjölbrautaskóla no. 13 frá 14. apríl 1973. Fyrsti skólinn til að taka til starfa skv.lögunum var Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Strax á eftir komu Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi og svo Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Fjölmargir hafa svo bæst í þennan hóp skóla síðan.

Dæmi um brautir í fjölbrautaskóla

[breyta | breyta frumkóða]

Félagsfræðibraut er einfaldlega fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, landafræði, heimsspeki, fjölmiðlafræði og uppeldisfræði svo fátt eitt sé nefnt. Stærðfræðiáfangar eru ekki margir í félagsfræðibraut. Oftast þarf bara að ljúka 6 einingum í stærðfræði. Þegar þú útskrifast af félagsfræðibraut opnast ýmsir möguleikar á framhaldsnámi í háskóla og margir atvinnumöguleikar í kjölfarið.

Málabraut er fyrir það fólk sem er mikið fyrir tungumál og er yfirleitt að læra 3-4 tungumál á þessari braut f. utan íslensku. Til greina kemur þýska,spænska eða franska. Enska og danska eru náttúrulega fastir liðir.