Bambus
Bambus | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Fjölbreytni | ||||||||||||
>1,400 tegundir i 115 ættkvíslum | ||||||||||||
Yfirættir | ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
Bambus (fræðiheiti: Bambusoideae) er undirætt stórvaxinna hitabeltisjurta af grasaætt með holum stönglum.
Skipting í ættflokka
[breyta | breyta frumkóða]Ættartré bambus innan BOP clade grasa, eins og lagt hefur verið til með rannsóknum á grasaættinni (Poaceae) í heild[1] og á bambus sérstaklega.[2].
BOP clade |
| ||||||||||||||||||||||||
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Bambustegundir finnast í mismunandi loftslagi, frá köldum fjöllum til heitra hitabeltissvæða. Þær vaxa þvert yfir Austur-Asíu, frá 50°N á Sakhalin[3] til Norður-Ástralíu og vestur til Himalajafjalla á Indlandi.[4] Einnig vaxa þær í Afríku sunnan Sahara[5] og í Ameríku frá suðvesturríkjum Bandaríkjanna[6] suður til Argentínu og Síle, með suðurmörk útbreiðslu við 47°S. Á meginlandi Evrópu er ekki vitað um neinar innlendar bambustegundir.[7]
Ræktun og nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Bambus er ræktaður um nær allan heim, bæði til skrauts og nytja (viður, pappír, trefjar í fatnað, grasalækningar og fæða). Á Íslandi hefur gulbambus verið ræktaður í áratugi.[8] Tegundir af ættkvíslinni Phyllostachys þola margar hverjar allt að -20°C.
Vaxtargerðir
[breyta | breyta frumkóða]Aðallega eru til tvær vaxtargerðir af bambus, annaðhvort hnausavöxtur(ekki ágengur) eða skriðull vöxtur. Hnaustegundirnar, eins og til dæmis í ættkvíslinni Fargesia, vaxa í stórum og þéttum hnausum og breiðast tiltölulega hægt út. Rótarkerfi hvers hnauss getur verið víðáttumikið og keppt kröftuglega við nærliggjandi plöntur. Skriðull bambus, eins og í ættkvíslinni Phyllostachys, getur hins vegar verið mjög ágengur og tekið yfir stór svæði á stuttum tíma.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Grass Phylogeny Working Group II (2012). „New grass phylogeny resolves deep evolutionary relationships and discovers C4 origins“. New Phytologist. 193 (2): 304–312. doi:10.1111/j.1469-8137.2011.03972.x. ISSN 0028-646X.
- ↑ Kelchner S, Bamboo Phylogeny Working Group (2013). „Higher level phylogenetic relationships within the bamboos (Poaceae: Bambusoideae) based on five plastid markers“ (PDF). Molecular Phylogenetics and Evolution. 67 (2): 404–413. doi:10.1016/j.ympev.2013.02.005. ISSN 1055-7903. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. júní 2015. Sótt 11. nóvember 2015.
- ↑ Newell, J (2014). „Chapter 11: Sakhalin Oblast“. The Russian Far East: A Reference Guide for Conservation and Development (PDF). McKinleyville, California: Daniel & Daniel. bls. 376, 384–386, 392, 404. Sótt 18. júní.
- ↑ Bystriakova, N.; Kapos, V.; Lysenko, I.; Stapleton, C. M. A. (september). „Distribution and conservation status of forest bamboo biodiversity in the Asia-Pacific Region“. Biodiversity and Conservation. 12 (9): 1833–1841. doi:10.1023/A:1024139813651. Sótt 12. ágúst 2009.[óvirkur tengill]
- ↑ „Gorillas get drunk on bamboo sap“. The Daily Telegraph. 23. mars. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. mars 2009. Sótt 12. ágúst 2009.
- ↑ „Arundinaria gigantea (Walt.) Muhl. giant cane“. PLANTS Database. USDA.
- ↑ editor-in-chief, Anthony Huxley, editor, Mark Griffiths, managing editor, Margot Levy. (1992). Huxley, A. (ritstjóri). New RHS Dictionary of Gardening. Macmillan New RHS Dictionary of Gardening. ISBN 0-333-47494-5.
- ↑ Garðblómabókin eftir Hólmfríði A. Sigurðardóttir 2005