Fara í innihald

Hanveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Han-tímabilið)
Kort sem sýnir útbreiðslu Hanveldisins 87 f.Kr.

Hanveldið (hefðbundin kínverska: 漢朝; einfölduð kínverska: 汉朝; pinyin: Hàn Cháo; Wade-Giles: Han Ch'ao; 206 f.Kr. - 220 e.Kr.) var keisaraveldi sem fylgdi á eftir Kinveldinu og kom á undan Konungsríkjunum þremur í Kína. Hanveldið var ættarveldi stofnað af Liu Bang af hinni valdamiklu Liu-ætt. Til þessa dags talar meirihluti Kínverja um sig sem Han-kínverja.

Á tímum Hanveldisins varð Kína konfúsískt ríki og landbúnaður, verslun og iðnaður blómstraði. Íbúafjöldi ríkisins náði yfir 55 milljónir. Um leið náðu áhrif ríkisins til Kóreu, Mongólíu, Víetnam, Japans og Mið-Asíu. Á tímum Hanveldisins varð Silkivegurinn til þar sem kínverskt silki var flutt vestur á bóginn.

Tímabil Hanveldisins skiptist í tvennt: Fyrra Hanveldið eða Vestur-Hanveldið með höfuðborg í Chang'an (204 f.Kr. - 24 e.Kr.) og Síðara Hanveldið eða Austur-Hanveldið með höfuðborg í Luoyang (25 - 220 e.Kr.).

Hrun Hanveldisins stafaði af ýmsum þáttum, ekki síst slæmum aðbúnaði bænda og miklum völdum landeigenda, ásamt útbreiðslu taóisma sem boðaði jafnrétti. Á endanum hrundi miðstjórnin og einstakir stríðsherrar tóku völdin í sínar hendur. Eftir 220 söfnuðust völdin á þrjú konungsríki Cao Wei, Shu Han og Sun Wu.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.