Glacier-þjóðgarðurinn (Kanada)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning innan Kanada.
Kort.
Þjóðvegurinn við Rogers-skarð.
Fjallalandslag: Mount Sir Donald til hægri.
Glacier House og Illecillewaet-jökull árið 1909.
Snjófljóð árið 1910 varð 62 mönnum að bana við Rogers-skarð.
Gervihnattamynd ad Glacier-þjóðgarðinum.

Glacier-þjóðgarðurinn (enska: Glacier National Park) er einn af sjö þjóðgörðum Bresku Kólumbíu í Kanada. Hann var stofnaður árið 1886 og er 1349 ferkílómetrar að stærð. Stofnun hans tengist lok gerðar Kyrrahafslestarinnar árið 1885. Glacier house-hótelið, byggt í lok 19. aldar, varð miðstöð ferða- og fjallamennsku þar. Árið 1963 var þjóðvegurinn Trans Canada Highway lagður í gegnum Rogers-skarð (Rogers pass) og fjöldi ferðamanna jókst verulega. En einu byggingar af ráði eru í skarðinu.

Þjóðgarðurinn er við Selkirk-fjöll, sem eru hluti Columbia-fjalla sem sumir telja vera hluta af Klettafjöllum. Mount Dawson er hæsti tindurinn; 3377 metrar. Hlýtt og rakt loft kemur frá Kyrrahafi sem mætir kaldara þurrara meginlandslofti. Snjókoma er því meiri þar en í eystri fjöllum og því hafa myndast jöklar. Um 10% þjóðgarðsins (133 km2) eru jöklar. Allar ár á svæðinu renna í Columbia-fljót. Nakimu-hellar, einir lengstu hellar í Kanada, eru 6 kílómetra kerfi úr kalksteini. Aðgengi er takmarkað og háð leyfum.

Barrtré á svæðinu eru meðal annarra: blágreni, degli, marþöll, risalífviður og fjallaþinur. Um 53 tegundir spendýra eru þar, þar á meðal: svartbjörn, grábjörn, fjallaljón, jarfi, gaupa, múshéri, múrmeldýr, íkorni, vapítihjörtur, klettafjallageit, hreindýr og einstaka elgur. Gullörn, hrafn, spætur, uglur og hrafn eru meðal yfir 200 fuglategunda.

Næsti þéttbýlisstaður er Revelstoke í vestri og Golden í austri. Þjóðgarður í Montana ber sama nafn: Glacier-þjóðgarðurinn (Bandaríkin)

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Glacier National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. des 2016.