Saskatchewan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Saskatchewan
Kort af fylkinu.

Saskatchewan er fylki í Kanada. Það er á sléttunum miklu og á landamæri að Alberta í vestri, Manitóba í austri, Norðvesturhéruðunum í norðri og Núnavút í norðaustri. Í suðri á fylkið landamæri að Montana og Norður-Dakóta. Höfuðborgin er Regina en stærsta borgin er Saskatoon. Fylkið nær yfir 592.534 ferkílómetra og íbúar þess eru um 1,1 milljón (2018). Saskatchewan varð að kanadísku fylki árið 1905.

Hæsti hiti sem mældur hefur verið í Kanada var í fylkinu. Þá fór hitinn í 45 gráður.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.