Strandfjöll
Útlit
Strandfjöll (enska: Coast mountains eða Coast range) er um 1600 kílómetra langur fjallgarður sem nær frá Júkonfylki Kanada til suðaustur-Alaska og í gegnum nær alla Bresku-Kólumbíu. Jökla og eldfjöll má finna í fjöllunum og miklir skógar eru vestan megin í þeim þar sem mesta úrkoman fellur. Hæsta fjallið er Mount Waddington og er 4019 metra hátt. Annað þekkt fjall er eldkeilan Mount Garibaldi. Fljót marka skil Strandfjalla og annarra fjallgarða; Fossafjalla í suðri og Saint-Eliasfjalla í norðri. Strandfjöll eru hluti af stærra fjallakerfi sem heitir Kyrrahafsstrandfjöll (Pacific Coast Ranges).
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Coast Mountains“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. febrúar 2016.