Mount Revelstoke-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning innan fylkisins.
Skógur í Mount Revelstoke.
Revelstoke frá Mount Revelstoke.
Giant Cedar Trail.
Bananasnigill

Mount Revelstoke-þjóðgarðurinn (enska: Mount Revelstoke National Park) er þjóðgarður í nágrenni borgarinnar Revelstoke í Bresku Kólumbíu. Þjóðgarðurinn er í Selkirk-fjöllum (hluti Klettafjalla) og er 260 ferkílómetrar að stærð.

Þrátt fyrir að vera inni í landi er rakt loftslag á svæðinu og regnskógar. Risalífviður finnst þar og marþöll, tré sem krefjast allnokkurrar úrkomu. Giant Cedars Boardwalk er 500 metra slóð þar sem mikilfengleg tré þessara tegunda má finna. Skógarhreindýr eru á svæðinu en hjörðin er lítil. svart- og brúnbirnir, elgur, sléttuúlfur, klettafjallageit og leðurblökur eru meðal spendýra svæðisins. Austasta útbreiðsla bananasnigils (Ariolimax) er í þjóðgarðinum. Skunk Cabbage Boardwalk er 1,2 km slóð þar sem má skoða botn regnskógarins, votlendi og dýralíf. Columbia-fljót eitt stærsta fljótið sem rennur í Kyrrahaf í N-Ameríku á upptök á þessum slóðum.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Mount Revelstoke National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. des. 2016.