Sitkagreni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Sitkagreni
Sitkagreni
Sitkagreni
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund: P. sitchensis
Tvínefni
Picea sitchensis
(Bong.) Carr.
Útbreiðsla sitkagrenis
Útbreiðsla sitkagrenis

Sitkagreni (fræðiheiti: Picea sitchensis) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær allt að 50-70 m hæð og 5 m stofnþvermáli og er stórvaxnasta tegund grenitrjáa. Sitkagreni er langlíft og nær allt að 700 ára aldri.

Sitkagreni er upprunnið á vesturströnd Norður-Ameríku og vex nálægt sjó frá Kodiakeyju í Alaska í norðri suður til norðanverðrar Kaliforníu. Sitkagreni hefur þó verið plantað víða um heim í nytjaskógrækt, einkum í Evrópu.

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Sitkagreni er mikið notað í nytjaskógrækt fyrir framleiðslu timburs og pappírs. Viður þess er sérlega gagnlegur við gerð strengjahljóðfæra. Tréð vex hratt og er harðgert og er þess vegna vel metið í skógrækt við erfið skilyrði.

Sitkagreni á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Sitkagreni var fyrst flutt inn frá Danmörku á árunum 1920-1930 og nokkru síðar frá Noregi. Í seinni heimstyrjöld fengust fræ frá Alaska. Í aprílhretinu 1963 þegar hitinn hrapaði úr 12 C° í -8 C° á sex klukkustundum urðu skemmdir á Alaska strandafbrigði sitkagrenis mun minni en á skyldum tegundum.

Hæstu og sverustu tré á Íslandi eru oftast tré af tegund sitkagrenis. Sumarið 2014 mældist hæsta tréð á Kirkjubæjarklaustri 26,1 metra hátt. [1]

Sitkagreni er eitt algengasta skógræktartré á Íslandi. [2]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/14/haesta_tred_26_1_m/
  2. http://skog.is/index.php?option=com_content&view=article&id=180:trjategundir&catid=24:verkefni