Hvítgreni
Hvítgreni | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Hvítgreni
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Picea glauca (Moench) Voss | ||||||||||||||
![]() Útbreiðsla hvítgrenis
|
Hvítgreni (fræðiheiti: Picea glauca) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær 15-30 m hæð og 1 m stofnþvermáli. Hvítgreni er langlíft og nær allt að 700 ára aldri.
Uppruni hvítgrenis er norðurhluti Norður-Ameríku þar sem það myndar samfellt skógbelti frá Alaska til Nýfundnalands. Hvítgreni er það tré sem hefur nyrstu útbreiðslu í Norður-Ameríku en það vex að óshólmum Mackenziefljóts á 69⁰ breiddargráðu.
Hvítgreni er náskylt bæði blágreni, sem vex í suðurhluta Klettafjallanna, og sitkagreni, sem vex nær Kyrrahafsströndinni, og blandar kyni með báðum þessum tegundum. Blendingur hvítgrenis og sitkagrenis er þekktur sem sitkabastarður eða hvítsitkagreni.
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Hvítgreni er mikið notað í nytjaskógrækt fyrir framleiðslu timburs og pappírs. Það er stundum notað sem jólatré, þó sjaldnar en rauðgreni.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Conifer Specialist Group (1998). "Picea glauca". IUCN Red List of Threatened Species. Version 2006. International Union for Conservation of Nature.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/df/Wikispecies-logo.svg/34px-Wikispecies-logo.svg.png)