Kootenay-þjóðgarðurinn
Kootenay-þjóðgarðurinn (enska: Kootenay National Park) er þjóðgarður í Klettafjöllum suðaustur-Bresku Kólumbíu Hann var stofnaður árið 1920 með samningi Bresku Kólumbíu og kanadískra stjórnvalda um lagningu þjóðvegar um svæðið en vernda það 5 mílur beggja vegna vegarins. Þjóðgarðurinn er því mjór en er 1406 ferkílómetrar að stærð. Deltaform Mountain er hæsti punkturinn eða 3424 metrar.
Háhitasvæði finnast í þjóðgarðinum og steingervingar frá kambríumtímabilinu. Náttúra og dýralíf eru áþekk nærliggjandi þjóðgörðum: Hjartardýr, elgir, birnir og úlfar eru meðal spendýra. Árin 2003-2004 urðu miklir skógareldar í þjóðgarðinum sökum eldinga og alls brunnu 17.000 hektarar af skóglendi. Vísindamenn hafa bent á að skógareldar eru náttúrulegir og eru hagstæðir vistkerfinu til lengri tíma.
Nafn þjóðgarðsins kemur frá Kootenayfljóti sem er eitt aðalfljót svæðisins en það rennur í Columbia-fljót.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Kootenay National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. des. 2016 2016.