Bíliðngreinar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bíliðngreinar eru greinar sem snúa að atvinnu í kringum farartæki. Greinarnir eru þrjár og eru bifvélavirkjun, bílamálun og bifreiðasmíði.

Nám í bíliðngreinum[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er boðið uppá nám í öllum þremur greinum. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er hægt að stunda nám við bifvélavirkjun[1] en í Borgarholtsskóli er hægt að stunda nám í bifvélavirkjun, bílamálun og bifreiðasmíði.[2] Til að ljúka námi þarf að klára burtfarapróf frá skólanum og klára vinnustaðanám á starfræktu verkstæði (Stundum kallað nemasamningur). Þegar það er bæði lokið þarf að taka sveinspróf hjá fræðslusetrinu Iðan. [3]

Bifvélavirkjun[breyta | breyta frumkóða]

Bifvélavirki að störfum

Bifvélavirkjar starfa við viðgerðir og reglulegt viðhald á bílum og öðrum farartækjum. Stundum sérhæfa bifvélavirkjar sig í viðgerðum á hreyflum, gírkössum, rafbúnaði og tvinnbílum svo eitthvað sé nefnt. [4]

Bílamálun[breyta | breyta frumkóða]

Maður að mála bíl

Bílamálarar undirbúa fleti bifreiðar með því að pússa, gera við smábeyglur og sprauta nokkrum umferðum af málningarefni yfir þær, bæði til að vernda yfirbyggingu bíla og bæta útlit þeirra.[5]

Bifreiðasmíði[breyta | breyta frumkóða]

Bifreiðasmiðir starfa við réttingar, smíðar og breytingar á yfirbyggingu og burðarvirkjum bifreiða.[6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. janúar 2023. Sótt 31. janúar 2023.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. janúar 2023. Sótt 31. janúar 2023.
  3. https://www.idan.is/sveinsprof/
  4. https://naestaskref.is/starfalisti/bifvelavirki/
  5. https://naestaskref.is/starfalisti/bilamalari/
  6. https://naestaskref.is/nam/bifreidasmidi/