Fara í innihald

Aðalsteinn Englandskonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aðalsteinn sigursæli)
Kista Aðalsteins konungs í Malmesbury-klaustri.

Aðalsteinn Englandskonungur betur þekktur sem Aðalsteinn hinn sigursæli (um 89527. október 939) var konungur á Englandi á árunum 925939. Hann var sonur Játvarðar eldri, sem var konungur 899924, og sonarsonur Alfreðs mikla. Hann var ekki krýndur fyrr en 4. september 925, meira en ári eftir að faðir hans dó. Hugsanlega var Elfward hálfbróðir hans konungur á milli þeirra en hann dó fáeinum vikum á eftir föðurnum.

Aðalsteinn hafði sigur í miklum bardaga við Ólaf Skotakonung árið 937, sem Egill Skallagrímsson og Þórólfur bróðir hans tóku þátt í. Sá bardagi er talinn einn hinn merkasti í sögu Englands því að það var í raun þá fyrst sem Englendingar börðust sem ein þjóð gegn innrásarliði Kelta og norrænna víkinga. Um orustuna er til kvæði á fornensku: Orustan við Brunanborg.

Aðalsteinn Englandskonungur var sá sem fóstraði Hákon, son Haralds hárfagra. Aðalsteinn leyfði Eiríki blóðöxi að setjast að í Englandi, eftir að hann var hrakinn úr landi í Noregi.

Aðalsteinn var ókvæntur og erfði Játmundur bróðir hans kórónuna eftir hans dag.



Fyrirrennari:
Játvarður eldri
eða Elfward
Konungur Englands
(925939)
Eftirmaður:
Játmundur 1.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.