Jean Picard

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jean Picard

Jean Picard (21. júlí 162012. júlí 1682) var franskur stjörnufræðingur og prestur frá La Flèche við ána Loir þar sem hann lærði í jesúítaskólanum Collège Royal Henry-Le-Grand. Hann er frægur fyrir að hafa verið sá fyrsti sem reiknaði út ummál jarðar með einhverri nákvæmni út frá landmælingum sem framkvæmdar voru árin 1669-1670. Picard fékk það út að jörðin væri 6328,9 km að ummáli en nútímamælingar gefa upp 6357 km þannig að skekkjan var aðeins 0,44%.

Picard var sá fyrsti sem festi stjörnukíki við kvaðrant og fyrstur til að nota míkróskrúfu sem stillitæki. Hann átti í talsverðum samskiptum við marga helstu stjörnufræðinga síns tíma, s.s. Isaac Newton, Christiaan Huygens, Ole Rømer, Thomas Bartholin, Johannes Hudde og Giovanni Cassini.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.