John Evelyn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Evelyn

John Evelyn (31. október 162027. febrúar 1706) var enskur rithöfundur, garðyrkjumaður og dagbókarhöfundur. Dagbækur hans, sem ná að hluta yfir sama tímabil og dagbækur Samuel Pepys, eru ómetanlegar heimildir um menningu Englands á 17. öld. Evelyn varð þannig vitni að dauða Karls 1., stjórn Olivers Cromwells, Lundúnaplágunni og Lundúnabrunanum. Evelyn og Pepys áttu í bréfasambandi og mikið af þeim bréfum hefur varðveist. Auk dagbókanna skrifaði Evelyn fjölda bóka um ólík efni, svo sem guðfræði, myntfræði, stjórnmál, garðyrkju, byggingarlist og grænmetishyggju.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.