Wikipedia:Félag Wikimedianotenda á Íslandi/Fundargerðir
Fundargerðir funda Félags Wikimedianotenda á Íslandi
Undirbúningsfundur 13.03.14
[breyta frumkóða]Mættir voru Notandi:Jabbi og Notandi:Svavar Kjarrval og ræddu þeir um markmið notendafélags sem til stendur að stofna formlega þegar búið er að skrifa undir pappíra þess efnis. Ákveðið var að setja nýliðun sem helsta markmið og að afla frjálsra gagna frá opinberum aðilum sem annað markmið. --Jabbi (spjall) 13. mars 2014 kl. 21:37 (UTC)
Fyrsti fundur 12.10.14
[breyta frumkóða]Fyrsti fundur, kl 16:00. Mættir eru Svavar Kjarrval, Hrafn H. Malmquist og Bragi Halldórsson. Hrafn ritar fundargerð.
Fyrsta mál á dagskrá, að renna yfir og ræða réttindi og skyldur félagsins. Félagið heitir formlega á ensku Wikimedians of Iceland User Group og á íslensku Félag Wikimedianotenda á Íslandi.
Verkefni:
- Kynna sér betur skilmála sem taldir eru upp í lið 3.c. í samningnum
- Láta útbúa Wikipedia og Wikimedia-merki, eftir þörfum, með enskum og íslenskum heitum félagsins
- Senda fyrirspurn um mótsögnina sem felst í því að 2.b.iii segir að það megi prenta merkið á boli en 4.b.ii að ekki megi nota merkið á vörum til sölu.
Næsta mál á dagskrá, verkefni framundan að tillögu.
Tillögur að verkefnum:
- vikulegur Wikipediahittingur kl 16:00-18:00+ á fimmtudögum
- hafa samband við framhaldsskóla og bjóða kynningar (tengja við hittingana)
- reynum að gera íslensku Wikipediu að þægilegra verkfæri til náms og kennslu – t.d. með að útbúa snið sem merkja grein sem í vinnslu vegna skólaverkefnis
- athuga hvort við megum sækja um styrk til Pírata til að prenta kynningarefni til að auglýsa Wikipedia-hittinga
- senda tölvupósta til chaptera og biðja um kynningarefni
- senda fyrirspurn og athuga hvaða möguleikar séu á því að fá styrki frá Wikimedia
- undirbúa stofnun félags
Ákveðið er að:
- Fundarmenn verði búnir að koma sér saman um tillögu að lögum félagsins fyrir 19. október n.k. (sjá drög)
- Lagt er til að stjórn félagsins sem stendur til að stofna verði skipuð þremur stjórnarmönnum
- Stofnfundur félagsins verði 12. nóvember 2014 í fundarherbergi á annarri hæð Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns kl: 17:00.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt. --Jabbi (spjall) 15. október 2014 kl. 17:27 (UTC)