Hjálp:Tenglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Tenglar eða hlekkir eru notaðir til þess að tengja í síður. Tenglar eru búnir til með því að smella á tengla hnappinn Toolbar Insert link.png. Eins og viðmótið bendir til eru til tvær tengundir af tenglum, innri og ytri tenglar. Einnig er hægt að tengja í eina síðu og birta annan texta.

Innri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Innri tenglar tengjast í síður sem eru annaðhvort á is.wikipedia eða á innritenglakortinu. Í innri tenglum eru forskeyti algeng. Forskeytin eru ýmist nafnrými, tungumálakóðar eða önnur forskeyti sem benda á aðrar vefsíður. Forskeytið er þá sett á undan titli síðunnar ásamt tvípunkti.

Öll nafnrými nema aðalnafnrýmið (sem inniheldur meðal annars greinar) hafa forskeyti sem samsvarar nafni nafnrýmisins. Tenglar með tungumálakóða sem forskeyti tengja á síður á öðrum tungumálum. Þeir tenglar kallast tungumálatenglar. Forskeyti á vefsíður má sjá á Kerfissíða:Interwiki.

Grunnurinn á bak við það að setja síðu í flokk, bæta mynd við á síðu eða tengja hana við aðra síðu á öðru tungumáli byggir á tenglum. Ef tengt er í flokk verður síðunni bætt í flokkinn og ef tengt er í mynd birtist hún í fullri stærð. Til þess að myndir birtist minni eru breytur notaðar til þess að minnka hana, sjá nánar á Hjálp:Myndir.

Tungumálatengilinn er settur fram með tungumálakóða samkvæmt ISO 3166-1 og tvípunkt á undan titli síðunnar. Ef tengt er í síðu á öðru tungumáli á þennan hátt mun hann virka sem tengill á grein á viðeigandi máli og birtist undir „Á öðrum tungumálum" í hliðarstikunni til vinstri.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar nota fulla vefslóð til að vísa á vefsíður. Þeir oftast notaðir í tenglum, heimildum og tilvísunum, en þar sem ekki er hægt að tengja í breytingarskrá, breytingarglugga og mismun tveggja breytinga síðu með innri tenglum þá eru ytri tenglar notaðir fyrir það einnig.

Svæðistenglar (akkeri)[breyta | breyta frumkóða]

Svæðistengill eða akkeri kallast sú tegund tengla sem að leiða á áhveðna staðsetningu í síðum. Akkeri geta leitt á bæði stað á síðunni sem að þau eru á og einnig á öðrum síðum og staðsetningin getur verið nafn fyrirsagnar í síðu eða valin. Til að virkja þetta er „#“ notað sem forskeyti í tenglinum.

Dæmi: Akkeri á fyrirsögninga „Wiki-tenglar“ yrði gert svona [[#Wiki-tenglar]] og kæmi út #Wiki-tenglar. Til að fela kassamerkið er akkerið haft pípað.

Til að akkeri vísi hefst í síðu er „#top“ haft sem innihald tengilsins. Þetta orð er frátekið og mun ekki vísa á fyrirsögn undir þessu nafni nema að hún sé til staðar.

Dæmi: Þetta [[#top]] framkallar „#top“, sem að má hafa pípað.

Þegar akkeri á að vísa á valna staðsetningu er HTML-skipunin „<span>“ notuð með eigindinu „id“. Skipunin er staðsett þar sem að akkerið á að leiða.

Dæmi: Akkeri sem á að leiða á áhveðan staðsetningu á síðu yrði gert svona [[#nafn_tengils]] og myndi það leiða þangað ef <span id="nafn_tengils"><span> væri þar. Ekki má hafa kassamerki í „span“-skipuninni. Einnig mun þetta ekki virka ef að fyrirsögn með sama nafni er til staðar.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Stuðningur og virkni MediaWiki á:


Wikipedia samfélagið
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Bezt í heimi | Merkisáfangar | Hugtakaskrá