Spjall:Rökfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kaflinn „Eitt og annað“ er svolítið skrítinn eins og er. Það er t.d. vafasamt að gefa kennslubók Erlends Jónssonar svona mikið vægi í umfjöllun um fræðigreinina enda ekki brautryðjendaverk í þessari fræðigrein (á borð við t.d. rökfræðirit Gottlobs Frege eða Bertrands Russell). Alþjóðlegar greinar um rökfræði myndu t.d. seint hafa sérstakan kafla (eða svo mikið sem efnisgrein í meginmáli) um Frumhugtrök rökfræðinnar. Væri ekki nær að setja hana frekar í heimildalistann sem ítarefni?--Cessator 21. júlí 2011 kl. 01:02 (UTC)

Flott, bara að fólk viti af henni. --85.197.208.40 21. júlí 2011 kl. 01:13 (UTC)

Tenglar[breyta frumkóða]

Erlendi tenglalistinn er tiltölulega of langur og of margar vísanir í sömu heimild. (Væntanlega nægir að vísa aðeins einu sinni í sömu heimild.) Thvj 23. júlí 2011 kl. 11:20 (UTC)

Hann er ekkert of langur og það nægir ekki að vísa einu sinni af því að þetta eru ólíkar greinar. --Cessator 23. júlí 2011 kl. 12:43 (UTC)
Miðað við lengd greinarinnar er tenglalistinn fulllangur, auk þess sem oftast er vísað í sömu heimild. (Ath. spjallið á við lista yfir tengla, en ekki aðrar heimildir.) Thvj 23. júlí 2011 kl. 12:55 (UTC)
Þá skulum við lengja greinina. Svo er ekki vísað í sömu heimildina. Þetta eru ólíkar greinar eftir ólíka höfunda! En þú átt sjálfsagt eftir að hundsa þá staðreynd og halda áfram að tyggja sömu röngu fullyrðinguna um sömu heimildina. Þorsteinn, ég hef ekki tíma fyrir þetta í dag. Í alvöru, hættu að tröllast. --Cessator 23. júlí 2011 kl. 13:04 (UTC)
Þú mátt ekki misskilja mig, ég er ekki í neinni "töllaherferð" gegn þér né öðrum wikiverjum!! Skoðun mín á lengd tenglalistans er eðli máls hvorki "rétt" né "röng", heldur aðeins skoðun eins manns. Ég vildi aðeins ræða lengd tenglalistans og vonandi fá samkomulag um styttingu, til samræmis við sambærilegar greinar. Sem dæmi má taka einhverja bók um rökfræði, t.d. Erlendar og setja tilvísun í sérhvern kafla hennar í greininni, segjum ekki í sérhverja blaðsíðu. - Hversu annarlegt væri það? Thvj 23. júlí 2011 kl. 13:21 (UTC)
En tenglalistinn hér er ekki sama eðlis af því að þetta eru ólíkar greinar eftir ólíka höfunda og um ólík viðfangsefni. Hversu asnalegt væri að setja eina tilvísun í t.d. Journal of Symbolic Logic og láta það nægja fyrir allar greinar sem þar hafa verið birtar? --Cessator 23. júlí 2011 kl. 14:16 (UTC)
Einmitt, greinarnar sem tengillin vísar á þarf helst að fjalla um almenna rökfræði, rétt eins og greinin sjálf. Ég held að það nægi að halda eftirfarandi tenglum: An Introduction to Philosophical Logic eftir Paul Newall (ætlað byrjendum) , Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Classical Logic“ og The Internet Encyclopedia of Philosophy: „Logical Consequence, Philosophical Considerations“. Thvj 23. júlí 2011 kl. 14:58 (UTC)
Ósammála þessu en ég hef ekki tíma til að ræða þetta við þig núna. --Cessator 23. júlí 2011 kl. 20:37 (UTC)
Allt í lagi, en það er af og frá að þetta spjall eigi eingöngu að mera milli tvegjja Wikiverja, "thvj" og "Cessators". Hér er verið að ræða tenglabúskap greinarinnar og greina almennt, en í Máttarstólpunum segir m.a. að "Wikipedia er hvorki tengla safn né myndaalbúm eða annars konar skjalavarsla...". Síðar segir að "Greinar á Wikipediu eru ekki: 1. Einungis safn tengla á aðrar síður Það er ekkert athugavert við að setja gagnlega tengla á síður Wikipediu. Aftur á móti getur óhóflegur fjöldi tengla skyggt á greinina og hindrað Wikipediu-greinina í tilgangi sínum.". Thvj 24. júlí 2011 kl. 07:54 (UTC)
Rétt, en þessi grein er ekki einungis tenglasafn. Og tenglarnir hérna eru raunverulega gagnlegir og tengja í bestu, áreiðanlegustu heimildina um heimspeki á vefnum (og það er ekki bara mitt álit, ég get fundið prentaða heimild fyrir því). --Cessator 24. júlí 2011 kl. 13:13 (UTC)
En athugaðu: "Aftur á móti getur óhóflegur fjöldi tengla skyggt á greinina og hindrað Wikipediu-greinina í tilgangi sínum. " Mér finnst fjöldi tengla, einkum á sömu vefsíðu, vera óhóflegur og vil því gjarnan fækka þeim, t.d. fella brott þá tengla sem ekki fjalla beint um "almenna rökfræði". Þeir tenglar eigi að sjálfsögðu betur við í greinum, sem fjalla um þau svið rökfræðinnar, sem tenglarnir vísa til. Thvj 24. júlí 2011 kl. 13:28 (UTC)
Ok, ég hef ekki tíma fyrir þig núna þannig að þótt ég sé ekki sammála þér, þá fækkaði ég tenglunum og skildi eftir þriðjung þeirra. Þeir eiga allir fullt erindi þarna. Er Trölli sáttur? --Cessator 24. júlí 2011 kl. 13:34 (UTC)
Jú, þetta er mun milklu skárra - "Tölli" er sáttur :) Thvj 24. júlí 2011 kl. 13:37 (UTC)