Fara í innihald

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Stofnaður 1984
Tegund Verkmenntaskóli
Skólameistari Sigríður Huld Jónsdóttir
Nemendafélag Þórduna
Staðsetning Hringteigur 2
600 Akureyri
Ísland
Heimasíða www.vma.is
Þórduna Nemendafélag

Verkmenntaskólinn á Akureyri (skammstafað VMA) er framhaldsskóli staðsettur á Eyrarlandsholti á Akureyri. Skólinn tók til starfa árið 1984.

Skólinn býður upp á bæði iðn- og tækninám ásamt hefðbundnu bóknámi. Skólinn er áfangaskóli og geta nemendur lokið stúdentsprófi á þremur árum eða lengri tíma. Nemendur geta útskrifast af fleiri en einni braut.

Skólinn hefur eftifarandi námsbrautir: almennt nám, matvælanám, sjúkraliðabraut, vélstjórnarnám, starfsbraut, hársnyrtinám, byggingagreinar, rafiðngreinar, bifvélavirkjun og málmiðngreinar. Jafnframt geta nemendur lokið stúdentsprófi af félagsfræðabraut, náttúrufræðabraut, listnámsbraut, íþrótta- og lýðheilsubraut og viðskipta- og hagfræðibraut en einnig geta nemendur lokið stúdentsprófi með eða að loknu öllu starfs-, iðn- og tækninámi við skólann.

Skólinn hefur um árabil tekið þátt í ýmsum erlendum samstarfsverkefnum þar sem nemendur fá tækifæri til að taka hluta af starfsnámi sínu erlendis. Þá hefur skólinn tekið á móti nemendum og kennurum frá öðrum löndum.

Nemendur VMA koma alls staðar af landinu og geta nemendur utan Akureyrar sótt um á sameiginlegri heimavist VMA og MA sem er í stuttu göngufæri við VMA.

Auk dagskóla er boðið upp á fjarnám við skólann.