Fjarnám

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Fjarnám er nám sem hægt er að stunda án þess að mæta í formlegar kennslustundir í skóla eða skólastofu. Misjafnt er eftir skólum og skólastigum hvernig fjarnám er skipulagt hér á landi en á framhaldsskólastigi er algengt að nemendur og kennarar hittist lítið og jafnvel ekkert en á háskólastigi er algengara að fjarnemar komi í skólann 2-3 á önn í 2-3 daga eða lengur. Fjarnám er góður kostur fyrir þá sem vilja stunda nám án þess að gera miklar breytingar á eigin lífi, t.d. búa út á landi, en að sama skapi getur fjarnám verið erfiðara en hefðbundið nám þar sem það krest mikils sjálfsaga og þrautseigju að stunda nám án reglubundinnar samveru með kennara og samnemendum.

Nokkrir íslenskir háskólar og framhaldsskólar bjóða upp á fjarnám eins og Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík auk framhaldsskólanna Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskólans við Ármúla og Verslunarskóla Íslands, svo dæmi séu tekin.

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.