Fara í innihald

Fjarnám

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjarnám er nám sem hægt er að stunda án þess að mæta í formlegar kennslustundir í skóla eða skólastofu[1].

Merki Opna háskólans í Katalóníu

Með nýjustu tækni tölvum og nettengingum  hefur fjarnám breyst mikið og þá sérstaklega í gegnum svokölluð MOOC-námskeið (Massive open online courses) sem býður upp á gagnvirk samskipti í gegnum netið. Ýmis hugtök eru líka notuð um fjarnám, eins og dreifnám, netnám, myndfundir og blandað nám.

Fjarnám á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Misjafnt er eftir skólum og skólastigum hvernig fjarnám er skipulagt hér á landi en á framhaldsskólastigi er algengt að nemendur og kennarar hittist lítið og jafnvel ekkert en á háskólastigi er algengara að fjarnemar komi í skólann 2-3 á önn í 2-3 daga eða lengur. Fjarnám er góður kostur fyrir þá sem vilja stunda nám án þess að gera miklar breytingar á eigin lífi, t.d. búa út á landi, en að sama skapi getur fjarnám verið erfiðara en hefðbundið nám þar sem það krest mikils sjálfsaga og þrautseigju að stunda nám án reglubundinnar samveru með kennara og samnemendum.

Íslenskir skólar[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrir íslenskir háskólar og framhaldsskólar bjóða upp á fjarnám eins og Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík auk framhaldsskólanna Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskólans við Ármúla og Verslunarskóla Íslands, svo dæmi séu tekin.

Upphaf fjarnám[breyta | breyta frumkóða]

Upphafið fjarnáms má rekja til bréfaskóla sem byrjuðu á 5. áratug 19. aldar í Englandi. Upphafsmaður bréfaskólanna var sir. Isaac Pitman. Það var sameiginleg gjaldskrá fyrir póstburðargjöld um allt England sem gerði þessum skólum mögulegt að komast á legg.

Opnir háskólar[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti opni háskólinn sem var stofnaður var Opni háskólinn (Open University) í Englandi á sjötta áratugnum. Hann var hugsaður sem önnur aðferð eða leið til háskólanáms og hefur verið leiðandi í fjarnámskennslu. Síðan þá hafa margir opnir háskólar verið opnir í hinum ýmsu löndum. Flestir opnir háskólar beita fjarnámi í kennslu en sumir krefjast þess að nemendur stundi staðnám i sinni heimabyggð eða komi á sumarnámskeið við skólann. Sumir opnir háskólar eru með yfir 100.000 nemendur.

Netið[breyta | breyta frumkóða]

Netið hefur gert fjarnám bæði auðveldara og hraðara. Margir netskólar og netháskólar bjóða upp á fullt nám. Netið hefur gert öll samskipti mun hraðari og öruggari. Fyrsti opni netháskólinn var Opni háskólinn í Katalóníu[2] (Open University of Catalunia) var stofnaður árið 1994.

Kostir og gallar fjarnáms[breyta | breyta frumkóða]

Kostir[breyta | breyta frumkóða]

Kostir fjarnáms eru margir. Fjarnám getur hentað þeim vel sem geta ekki sótt tíma í hefðbundnu námi, t.d. vegna búsetu eða vinnu. Fjarnám er sveigjanlegra en hefbundið nám og nemendur geta stjórnað hraðanum betur. Einnig gefur fjarnám betri aðgang að sérfræðingum í faginu.

Háskólanám er dýrt og fjarnám er kostur fyrir þá sem hafa ekki kost á hefðbundnu námi. Nú eru margar námsbækur rafrænar og sparar það mikinn kostnað vegna námsins þar sem námsbækur eru ekki ódýrar og þurfa að uppfærast reglulega.

Gallar[breyta | breyta frumkóða]

Helstu gallarnir við fjarnám er tæknin. Oft þurfa nemendur á kennslu að halda vegna tækninnar, það þarf að kenna þeim á þau tæki og tól sem eru notuð við kennsluna. Einnig getur verið erfitt að stunda námið heima hjá sér þar truflun getur átt sér stað frá fjölskyldumeðlimum. Það er meiri hætt á því að nemendur hætti í fjarnámi, þar sem stuðning og aðhald getur skort.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Áttavitinn (2012, 12. september) Fjarnám. Sótt af: http://attavitinn.is/nam/framhaldsskoli/fjarnam
  2. Open educational resources. (2017). Wikipedia. Sótt 5. febrúar 2017 af https://en.wikipedia.org/wiki/Open_educational_resources