Fara í innihald

Ósman 1.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
18. aldar brjóstmynd af Osman Gazi

Osman 1. eða Osman Gazi (tyrkneska: 'O s mān Ġāzī; lést 1323/4) var leiðtogi Ottómananna og stofnandi Ottómanaveldisins. Ríkið, sem var einungis smáríki meðan Osman lifði, breyttist í heimsveldi á næstu öldum eftir dauða hans[1] og entist fram að lokum fyrri heimsstyrjaldar. Sagnfræðingar merkja almennt endalok Tyrkjaveldis við afnám soldánsdæmisins árið 1922, stofnun lýðveldisins Tyrklands árið 1923, eða afnám kalífadæmisins árið 1924.

Vegna skorts á sögulegum heimildum frá ævi hans eru mjög fáar staðreyndir til um hann. Engin samtímaheimild um stjórn Osmans hefur lifað til dagsins í dag. Fyrstu rituðu heimildir um hann eru frá fimmtándu öld, meira en hundrað árum eftir dauða hans. Vegna þessa er mjög erfitt fyrir sagnfræðinga að greina á milli staðreyndar og goðsagna í mörgum sögum um hann.

Upphaf Ottómanveldisins

[breyta | breyta frumkóða]

Nákvæm fæðingardagsetning Osmans er óþekkt. Hann var líklega fæddur um miðja þrettándu öld, hugsanlega árið 1254/5. Samkvæmt tyrkneskri sagnahefð leiddi faðir Osmans, Ertuğrul, tyrkneska Kayı-þjóðarbrotið vestur á bóginn frá Mið-Asíu til Anatólíu á flótta undan Mongólum. Hann sór soldáni Seldjúka hollustueið og hlaut yfirráð yfir bænum Söğüt á Byzantísku landamærunum.[2] Þessi tengsl milli Ertuğrul og Seldjúka eru hugsanlega seinni tíma spuni [3]

Yfirráðasvæði Ottómana á valdatíma Osmans 1.

Osman varð höfðingi, eða bey, eftir dauða föður síns u.þ.b. árið 1280. Ekkert er vitað fyrir víst um Osman, nema að hann stjórnaði svæðinu í kringum bæinn Söğüt og hóf árásir þaðan gegn nærliggjandi Býzanska keisaraveldinu. Fyrsti atburðurinn sem vitaður er með vissu í lífi Osman er bardaginn í Bapheus 1301 eða 1302, þar sem hann sigraði býzanskar herdeildir sem sendar voru gegn honum. Osman virðist hafa einbeitt sér að því að stækka ríki sitt á kostnað Býzantíum á meðan hann forðaðist að berjast við máttugri tyrkneska nágranna.

Draumur Osmans

[breyta | breyta frumkóða]

Osman ráðfærði sig oft við trúarlegan leiðtoga að nafni Sheikh Edebali. Osman var einnig giftur Malhun dóttur Edebali. Í einni sögu sem birtist í annálnum Aşıkpaşazade á fimmtándu öld er sagt frá draumi Osmans er hann gisti í húsi Sjeiksins:

Gæsalappir

Hann sá að máni reis úr brjósti hins helga manns og sökk í sínu eigin brjósti. Tré óx síðan úr nafla hans og lagði skugga yfir gervallan heiminn. Undir skugga þess voru fjöll og fljót runnu við fætur hvers fjalls. Sumt fólk drakk af þessum straumi, aðrir vökvuðu garða og enn aðrir byggðu gosbrunna. Þegar Osman vaknaði sagði hann hinum helga manni draum sinn. Hann svaraði: Til hamingju, Osman sonur minn, því Guð hefur veitt þér tign keisara handa þér og þínum afkomendum, og dóttir mín Malhun skal vera kona þín[4]

— .

Draumurinn varð mikilvæg goðsögn fyrir veldi Ottómana því það veitti ætt Osmans trúarlega réttlætingu til að drottna yfir jörðinni og veitti um leið fimmtándu aldar lesendum skýringu á miklum árangri Ottómana.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. The Ottoman Empire, 1700-1999, Donald Quataert, page 4, 2005
  2. Stanford Shaw, History of the Ottoman Empire and Modern Turkey (Cambridge: University Press, 1976), vol. 1 ISBN 9780521291637, p. 13
  3. Kate Fleet. „The rise of the Ottomans“. New Cambridge History of Islam. 2. árgangur. bls. 313. „The origins of the Ottomans are obscure. According to legend, largely invented later as part of the process of legitimising Ottoman rule and providing the Ottomans with a suitably august past, it was the Saljuq ruler ʿAlāʾ al-Dīn who bestowed rule on the Ottomans.“
  4. Finkel, Caroline (2005). Osman's Dream: The Story of the Ottoman Empire, 1300-1923. Basic Books. bls. 2., citing Lindner, Rudi P. (1983). Nomads and Ottomans in Medieval Anatolia. Bloomington: Indiana University Press. bls. 37. ISBN 0-933070-12-8.