Ægir (tímarit)
Útlit
Ægir er íslenskt tímarit um fiskveiðar og sjávarútvegsmál sem hefur verið gefið út óslitið frá 1905. Fullt heiti tímaritsins var upphaflega Ægir. Mánaðarrit um fiskiveiðar og farmennsku. Ægir var lengst af gefinn út af Fiskifélagi Íslands í Reykjavík en núverandi útgefandi er Athygli og kemur blaðið nú út á Akureyri.