Fara í innihald

Skugga-Sveinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skugga-Sveinn (en hét upphaflega Útilegumennirnir) er leikrit eftir Matthías Jochumsson. Skugga-Sveinn var samið í jólaleyfinu 1861, en Matthías var þá í 5. bekk Latínuskólans og fluttu skólapiltar leikritið í febrúar 1862.[1]

Skugga-Sveinn var fyrsta leikrit Matthíasar. Hann sagði um tilorðningu þess:

Ég bjó til eða sullaði eða skrúfaði saman leikrit í jólafríinu. Það heitir Útilegumennirnir og er í 4 þáttum með ljóðmælarusli, hér og þar. Mér leiddist þessi danska „kommidia“ sem griðkonur hérna segja, og tók mig því til, og þó þetta rit mitt í raun og veru sé ómerkilegt, gjörði það þó hvínandi lukku; ég var æptur fram á scenuna, og klappaði pöbullinn yfir mér, svo ég varð áttavilltur. [2]

Sviðsetningar

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2020 setti Þjóðleikhúsið upp Skugga-Svein. Leiktjóri var Benedikt Erlingsson og með titilhlutverk fór Ólafía Hrönn Jónsdóttir.[3]

Árið 2022 setti Leikfélag Akureyrar upp Skugga-Svein í nýstárlegri útgáfu. Leikstjóri var Marta Nordal og með titilhlutverk fór Jón Gnarr.[4][5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Saurbæjarsel og Matthías Jockumsson – Ferlir“. Sótt 16 febrúar 2025.
  2. Karlinn orðinn 100 ára; grein í Morgunblaðinu 1961
  3. „Hljóðleikhúsið - Skugga-Sveinn | Þjóðleikhúsið“ (bandarísk enska). Sótt 16 febrúar 2025.
  4. „„Ætla ekki að leika Skugga-Svein, ég ætla að vera hann" - RÚV.is“. RÚV. 14 febrúar 2022. Sótt 16 febrúar 2025.
  5. Akureyrar, Menningarfélag. „Skugga Sveinn“. Menningarfélag Akureyrar. Sótt 16 febrúar 2025.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.