Fara í innihald

Brit-verðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The BRIT Awards
Inngangurinn að Earls Court í London fyrir athöfnina árið 2008
Veitt fyrirFramúrskarandi árangur í tónlist
LandBretland
UmsjónBritish Phonographic Industry (BPI)
Fyrst veitt18. október 1977; fyrir 47 árum (1977-10-18) (sem The British Record Industry Britannia Awards)
Vefsíðabrits.co.uk
Sjónvarps eða útvarpsumfjöllun
KeðjaThames Television (1977)[1]
BBC One (1985–1992)
ITV (1993–núverandi)

BRIT-verðlaunin (eða BRIT Awards, oft kölluð the BRITs) er árleg tónlistarverðlaunahátíð í umsjón British Phonographic Industry (BPI). Nafnið var upprunalega dregið af orðunum „British“, „Britain“, eða „Britannia“, en varð síðar skammstöfun fyrir British Record Industry Trusts Show. Að auki er haldin athöfn í maí sem er ætluð klassískri tónlist, kölluð Classic BRIT Awards. Fyrsta afhendingin var haldin árið 1977 og varð að árlegri athöfn árið 1982 á vegum BPI. Nafninu var breytt í The BRIT Awards árið 1989.

Styttan sem úthlutuð er sigurvegurum er kölluð Britannia og er tákngerving af Bretlandi. Frá árinu 2011 hefur hún verið endurhönnuð af ýmsum þekktum Breskum hönnuðum, stílistum og listamönnum, þar á meðal Vivienne Westwood, Damien Hirst, Tracey Emin, Peter Blake, Zaha Hadid, Anish Kapoor og David Adjaye.[2][3][4][5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „History“. BRIT Awards (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 26. ágúst 2018. Sótt 28. desember 2019.
  2. „This is what Brit winners will take home next year“. BBC. 10. desember 2017.
  3. „Dame Zaha Hadid's Brit Awards statuette design unveiled“. BBC. 1. desember 2016.
  4. „Damien Hirst's 2013 Brit Award statue unveiled“. BBC. 1. desember 2016.
  5. „Sir David Adjaye is 2019's Statue Designer“. BRIT Awards. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. desember 2018. Sótt 23. desember 2018.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.