Ringo Starr
Ringo Starr (listamannsnafn Richard Starkey) (fæddur 7. júlí 1940, Liverpool) er enskur tónlistarmaður, söngvari, textahöfundur og leikari sem varð frægur sem trommuleikari Bítlanna.
Ringo Íslandsfari[breyta | breyta frumkóða]
Ringo Starr hefur þrisvar komið til Íslands. Í fyrsta skiptið spilaði hann með Stuðmönnum á Verslunarmannahelgi í Atlavík árið 1984, og í annað skiptið kom hann 2007 til að heiðra minningu John Lennon vegna vígslu Friðarsúlunnar í Viðey. Í þriðja skiptið kom hann árið 2010 til að minnast John Lennon sem hefði orðið sjötugur það ár hefði hann lifað.