Ptólemajaríkið Rómaveldi
Nýja ríkið er tímabil í sögu Egyptalands hins forna sem nær yfir átjándu, nítjándu og tuttugustu konungsættirnar, eða frá 16. öld til 11. aldar f.Kr. Nýja ríkið kom upp í kjölfarið á öðru millitímabilinu og þegar því lauk tók þriðja millitímabilið við.
Á tímum Nýja ríkisins náði Egyptaland sinni mestu landfræðilegu útbreiðslu til Austurlanda nær og allt suður til Núbíu. Her Egypta barðist við Hittíta um yfirráð yfir Sýrlandi.
Á þessum tíma voru uppi margir af þekktustu konungum Egypta, svo sem Akenaten, Tútankamon og Ramses 2.