Fara í innihald

Mannslíkaminn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nokkrir ytri hlutar mannslíkamans.

Mannslíkaminn samanstendur í stórum dráttum af höfði, hálsi, búk, tveimur fótleggjum og tveimur handleggjum. Á fullorðinsárum eru í líkamanum um 10 trilljónir (1012) frumna, sem eru smæstu byggingareiningar mannslíkamans. Hópar frumna liggja saman og mynda vefi, sem samlagast og mynda líffæri, sem aftur vinna saman og mynda líffærakerfi.

Í vestrænum iðnríkjum er meðalhæð fullorðinna karla um 1,7 til 1,8 metrar og fullorðinna kvenna 1,6 til 1,7 metrar. Hæð einstaklingsins ræðst af erfðavísum og mataræði. Það eru um 206 bein í fullsköpuðum mannslíkama. Fjöldi beina er ekki alltaf sá sami, til dæmis hafa ekki allir jafn marga rófuliði.

Mannslíkaminn samanstendur af nokkrum kerfum: