Barkakýli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barkakýlið séð að utan

Barkakýlið er líffæri sem er að finna í hálsi froskdýra, skriðdýra (ásamt fuglum) og spendýra (ásamt mönnum) sem hefur hlutverki að gegna í öndun, myndun hljóða (það er að segja tali í mönnum) og vörn barkans gegn kæfingu. Barkakýlið hefur áhrif á tónhæð og styrk hljóða. Í barkakýlinu eru raddböndin sem eru mikilvæg í myndun hljóða og þau er að finna undir staðnum þar sem kokið skiptist í barkann og vélindað.

Barkakýlið samanstendur af brjóski og er þakið með slímhimnu. Undir slímhimnunni eru vöðvar sem teygja raddböndin þannig að þau breyti loftflæðinu úr lungunum. Barkakýlið myndar tenginguna á milli efri og neðri öndunarveganna, og það lokast yfir neðri öndunarveginn við neyslu matar eða drykkjar.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.