Getnaðarlimur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Getnaðarlimur karlmanna
Getnaðarlimur og aðlæg líffæri

Getnaðarlimur (limur, typpi eða reður) eru ytri getnaðarfæri karldýrsins ásamt pungnum. Getnaðarlimur spendýra þjónar einnig þeim tilgangi að losa líkamann við þvag. Getnaðarlimurinn er samstæður sníp kvendýrsins, en bæði líffærin þróast út frá sömu fósturstofnfrumum.

Samheiti og slanguryrði[breyta | breyta frumkóða]

Getnaðarlimurinn á mörg samheiti í íslensku. Þar mætti nefna: besefi, brúsi, böllur, drjóli, göndull, hrókur, hörund, jarl, limur, lókur, pissi, ponni, riddari, sin (sbr. sinfall), skaufi, skökull, sköndull, stíll, sverð, tippi (eða typpi), tittlingur og völsi. Mörg önnur eru til.

Ótölulegur fjöldi slanguryrða eru til sem merkja getnaðarlimur. Þar mætti til dæmis nefna nokkur nýleg eins og: bibbi, buxnaklaufi, dyrabjalla (haft um lítinn lim), lilli, slátrið og staur. Aðeins eldri slanguryrði eru: Oddur í Skógarkoti, sá eineygði, teitur (sbr. toga í teit), tilli og Tómas í Tutlu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.