Handarkriki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Handarkriki manneskju.

Handarkriki eða holhönd er svæði mannslíkamans undir liðamótum upphandleggsins og axlarinnar. Svitakirtill armsins er undir handarkrika og því er hann helsta uppspretta svitalyktar í mönnum. Lyktin gegnir lykilhlutverki í mökun enda inniheldur sviti ferómón.

Í upphafi kynþroskaskeiðsins byrjar hár að safnast undir handarkrika hjá báðum kynjum. Í tilteknum vesturlöndum er algengt að konur raka af sér handarkrikahárið þó dregið hafi úr þessu undanfarin ár.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.