Fingur
Útlit
- Til að sjá lagið um fingurna má sjá fingurnir (gæla).
Fingur er útlimur á hendi manns. Á báðum höndum eru venjulega fimm fingur. Á enda-bakhlið allra fingra er nögl. Þumallinn hefur tvo liði en aðrir fingur þrjá. Fingur eru einnig stundum kallaðir framkrókar eða guðsgafflar.
Nöfn fingra
[breyta | breyta frumkóða]- Þumall[1][2] (einnig kallaður þumalfingur[1][2] eða þumalputti[1][2])
- Vísifingur[1][2] (einnig kallaður sleikifingur, bendifingur[1][2] eða vísiputti)
- Langatöng[1][2] (einnig kölluð langastöng[1][2])
- Baugfingur[1][2] (einnig kallaður hringfingur eða græðifingur[1][2])
- Litlifingur[1][2] (einnig kallaður litliputti[1][2] eða lilliputti[2])
Önnur nöfn
[breyta | breyta frumkóða]Vísifingur er stundum kallaður terrifingur. Langatöng krókfingur eða langastöng. Litlifingur spinka og baugfingur gullfingur, læknisfingur eða heiðarmáni og þumallinn Þumi karl sbr.:
- „Ég sá sauð í brekku,“ segir hann Þumi karl.
- „Förum við þangað,“ segir hann Sleikifingur.
- „Til hvers?“ segir Löngutöng.
- „Stel'onum,“ segir Heiðarmáni.
- „Ég vil heldur sitja heima með hálvan verð,“ segir Litlifingur.
(úr þjóðsagnasafni Ólafs Davíðssonar).
Auka upplýsingar
[breyta | breyta frumkóða]- Í barnagælunni „Fingurnir“ koma fram nafn allra fingranna: (allan textann er að finna á Wikiheimild)
- Þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú?
- Hér er ég, hér er ég.
- Góðan daginn, daginn, daginn.
- Vísifingur, vísifingur, hvar ert þú?
- Hér er ég, hér er ég.
- Góðan daginn, daginn, daginn.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Tíu eru á þér tær og fingur ...“. Sótt 30. mars 2006.
- „Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng?“. Sótt 8. janúar 2007.
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Stökkva upp til: 1,00 1,01 1,02 1,03 1,04 1,05 1,06 1,07 1,08 1,09 1,10 http://www.lexis.hi.is/ordvikunnar/tiu_eru_a_ther.html Geymt 16 desember 2004 í Wayback Machine Tíu eru á þér tær og fingur ...
- ↑ Stökkva upp til: 2,00 2,01 2,02 2,03 2,04 2,05 2,06 2,07 2,08 2,09 2,10 2,11 http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1835 Geymt 11 janúar 2007 í Wayback Machine Nöfn fingra og táa