Fara í innihald

Armur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Handleggur)
Vinstri armur fullorðins karlmanns.

Armur eða handleggur er útlimur á dýrum með tvo leggi (eins og manni). Armurinn nær frá öxlinni niður til úlnliðarins. Olnboginn er liðamót í arminum sem gerir hann beygjanlegri. Armurinn skiptist í tvo hluta: upphandlegginn sem er tengdur öxlinni, og framhandlegginn sem nær frá olnboganum niður til úlnliðarins.

Upphandleggsbein er eitt þriggja langra beina armsins. Það er tengt herðablaðinu við öxlina og hinum tveimur löngu beinunum, sveifinni og ölninni, við olnbogann. Olnboginn er hjöruliðamót við enda upphandleggsbeinsins, sveifarinnar og alnarinnar. Torvelt er að brjóta upphansleggsbeinið.

Vöðvar armsins skiptast í tvö lög: annað framanvert og hitt aftanvert. Vefurinn sem skilur lögin tvö að er tengd himnu upphandleggsbeinsins. Í hverju lagi eru vöðvarnir allir á sömu taug og gegna sama hlutverki.

Vöðvahúðtaug (nervus musculocutaneus) er aðaltaug armsins og er framhald af armflækjunni (plexus brachialis). Sveifartaug (nervus radialis) er framhald af aftanverðum strengi vöðvahúðtaugar. Brot á sveifinni getur skemmt þessa taug.

Miðtaug (nervus medianus) rennur í gegnum framhandlegginn og stýrir fremri vöðvum hans. Sinaslíðursbólga er einkenni sem stafar af langvarandi þrýstingi á miðtaugina. Ölnartaug (nervus ulnaris) á uppruna sin í miðlægum strengi aðalarmtaugar og stýrir nákvæmum fingrahreyfingum.

Armslagæð (arteria brachialis) er aðalæð armsins. Hún er framhald af handarkrikaslagæðinni (arteria axillaris). Innanarmsbláæð (vena basilica) og utanarmsbláæð (vena cephalica) eru aðalbláæðar armsins.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.