Endaþarmsop
Endaþarmsop (eða bakrauf) er í líffærafræði ytra op endaþarmsins, lokun hans er stjórnað af hringvöðva. Saur er þrýst úr úr líkamanum í gegnum endaþarmsopið við saurlát, sem er aðaltilgangur endaþarmsopsins. Flest dýr hafa rörsmeltingarveg með munn á öðrum endanum og endaþarmsop á hinum.
Endaþarmsopið er þekkt undir mörgum slanguryrðum, t.d. sem rassgat eða taðgat.
Munnur · Kok · Sarpur · Vélinda · Magi · Briskirtill · Gallblaðra · Lifur · Smáþarmur (skeifugörn, ásgörn, dausgörn) · Ristill · Botnristill · Endaþarmur · Endaþarmsop