1621
Útlit
(Endurbeint frá MDCXXI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1621 (MDCXXI í rómverskum tölum) var 21. ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 9. febrúar - Alessandro Ludovisi varð Gregoríus 15. páfi.
- 16. mars - Indíáninn Samoset kom í tjaldbúðirnar í Plymouth-nýlendunni og heilsaði fólkinu á ensku, því til mikillar furðu.
- 1. apríl - Íbúar Plymouth-nýlendunnar gerðu sinn fyrsta samning við indíána.
- 5. apríl - Skipið Mayflower sneri aftur til Englands frá Plymouth-nýlendunni.
- 24. maí - Mótmælendasambandið í Þýskalandi var formlega leyst upp.
- 21. júní - 27 tékkneskir aðalsmenn voru teknir af lífi á torgi í Prag vegna þátttöku sinnar í orrustunni við Hvítafjall.
- 13. ágúst - Svíar settust um Ríga.
- 16. september - Svíar unnu borgina Ríga frá Pólverjum.
- 16. nóvember - Páfi gaf út tilskipun um að 1. janúar skyldi vera fyrsti dagur ársins en fram að því hafði það verið 25. mars.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Borgin Gautaborg var stofnuð (aftur) af Gústaf Adolf Svíakonungi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 27. janúar - Thomas Willis, enskur læknir (d. 1675).
- 6. júlí - Jean de La Fontaine, franskur rithöfundur (d. 1695).
- 8. júlí - Leonora Christina Ulfeldt, dóttir Kristjáns 4. (d. 1698).
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Gísli Magnússon (Vísi-Gísli), sýslumaður í Rangárvallasýslu (d. 1696).
- Páll Björnsson, prestur í Selárdal á Vestfjörðum (d. 1706).
- Gísli Einarsson, skólameistari í Skálholti (d. 1688).
- Bjarni Gissurarson, prestur og skáld í Skriðdal (d. 1712).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 28. janúar - Páll 5. páfi (f. 1550).
- 28. febrúar - Cosimo 2. stórhertogi í Toskana (f. 1590).
- 31. mars - Filippus 3. Spánarkonungur (f. 1578).
- 15. ágúst - John Barclay, skoskur rithöfundur (f. 1581).
- 24. september - Jan Karol Chodkiewicz, pólskur herforingi (f. um 1560).
- 16. október - Jan Pieterszoon Sweelinck, hollenskt tónskáld (f. 1562).