Fara í innihald

Vodafone

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Verslun Vodafone við Sendlinger Straße í München í Þýskalandi.

Vodafone Group er breskt farsímafyrirtæki með höfuðstöðvar í Newbury, Berkshire, Englandi. Fyrirtækið er stærsta farsímafyrirtæki heimsins, sé miðað við veltu, og starfar í 27 löndum. Fyrirtækið á jafnframt samvinnu við önnur fyrirtæki (án þess að eiga hlut í þeim) í 32 löndum. Nafn fyrirtækisins stendur fyrir VOice-DAta-Fax-Over-NEt.